Hvalaskoðun

Special Tours - Ævintýraferðir á sjó!

Special Tours er ferðaþjónustufyrirtæki við gömlu höfnina í Reykjavík sem hóf starfsemi árið 1996. Í dag bjóða Sérferðir upp á hvalaskoðunarferðir, lundaskoðunarferðir, sjóstangveiði, norðurljósaferðir, kvöldverðasiglingar, hvataferðir og skólaferðir. Að auki er boðið upp á sérsniðnar veisluferðir með öllu inniföldu.

Hvalaskoðun (Whale Watching Express & Andrea)

Haldið er út á hvalamið á lúxusbátum Special Tours, Rósinni & Andreu.

Rósin er hraðskreið, örugg og þægileg,  og með fullkomið hljóð- og myndkerfi. Vert er að nefna að þessi nýji bátur mengar lítið og mun minni hávaði fylgir honum en gengur og gerist. Báturinn er einnig búinn nýjustu tækni í vélbúnaði.  Rósin hefur leyfi fyrir 65 farþega og er báturinn einstaklega vel skipulagður, jafnt að innan sem utan, með þægindi farþega í fyrirrúmi. Með þessum sérhannaða hvalaskoðunarbáti Sérferða er hvalaskoðun á Íslandi komin á annað plan! Vegna  hraða bátsins bjóða Sérferðir nú upp á styttri ferðir en tíðkast hefur áður. Hvalaskoðun Sérferða á Rósinni er frábær valkostur sem tekur aðeins 2–2.5 klukkustund af dýrmætum tíma ferðamannsins og hentar því einstaklega vel inn í skipulagðar dagsferðir.

Andrea er stærsti hvalaskoðunarbátur landsins og rúmar um 200 farþega, nóg pláss fyrir alla úti sem inni. Stórir gluggar og þægilegar setustofur og Kaffihús & Minjagripaverslun um borð. Í Andreunni er einnig mikið lagt uppúr fræðslu og við erum með smásjá, hvalabein/skíði og ýmislegt fleira skemmtilegt í boði. Þetta er einstaklega skemmtileg ferð og hentar vel fyrir fjölskyldufólk sem vill sigla út í rólegheitum og fá einstaklega góða innsýn í sjávarlífið.

Lundaskoðun (Puffin Express)

Lundaskoðunarferðir eru sérgrein Special Tours enda hefur fyrirtækið farið slíkar ferðir frá árinu 1996.  Ferðirnar eru vel þekktar og hafa notið vaxandi vinsælda gegnum árin. Siglingin út að Akurey tekur aðeins 15 mínútur. Siglt er eins nálægt eyjunni og kostur er hverju sinni og komast farþegar Sérferða nær eyjunni en aðrir vegna þess hve grunnt báturinn Skúlaskeið ristir. Siglt er umhverfis eyjuna í u.þ.b. 30 mínútur með sérfróðum leiðsögumanni sem fræðir gesti um lundann, varpið og aðrar sjáanlegar fuglategundir. Sérferðir tryggja 100% skoðunarárangur í lundaskoðun.


Nálægðin við lundann, einstakur bátur og þjónustulipurt starfsfólk hefur gert Sérferðir að ráðandi ferðaþjónustufyrirtæki í lundaskoðun frá Reykjavík.

Sjóstangveiði  (Sea Angling Express)

Sjóstangveiði er frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Bátar okkar eru mjög vel útbúnir til sjóstangveiða og njóta sjóstangveiðiferðir okkar sífellt meiri vinsælda. Áhöfn okkar í sjóstangveiði samanstendur af reyndum leiðsögu- og veiðimönnum. Ekki þarf að sækja langt út frá Reykjavíkurhöfn til að komast á gjöful fiskimið. Eftir u.þ.b. 15 til 20 mínútna siglingu erum við komin á fiskislóð. Veiðiferðin tekur 2.5–3 klukkustundir og eru sjóstangir og hlífðarfatnaður til staðar. Áhöfnin getur gert aflann kláran fyrir farþega til að taka með sér heim, en einnig er hægt að grilla fiskinn strax um borð við mikinn fögnuð stoltra veiðimanna.

Special Tours leggja mikið upp úr því að leiðsögn í ferðum þeirra sé  ávallt fyrsta flokks.

Norðurljósaferðir á Sjó (Northern Lights by Boat)

Við bjóðum upp á einstaklega skemmtilegar norðurljósasiglingar frá sjó yfir vetrartímann, alveg frá 1. september og fram til 15. apríl. Að sjá norðurljósin frá sjónum með glitrandi ljós Reykjavíkur í  baksýn er upplifun sem enginn mun gleyma! Við siglum út og á aðeins um 15 mínútum náum við að komast í algert myrkur. Þar geta horft upp í himininn á dansandi ljósin og stjörnurnar á meðan leiðsögumaðurinn okkar segir frá skemmtilegum þjóðsögum, vísindalegum staðreyndum og ýmsu fleiru sem tengist þessum mögnuðu ljósum. Við bjóðum uppá hlýja og glænýja galla um borð sem hentar vel yfir vetrarmánuðina og einnig eru seldar veitingar um borð.


Við bjóðum einnig upp á allskonar hvata- og hópaferðir þar sem hægt er að leigja bátana okkar og sníða ferðina að þörfum hvers og eins hóps fyrir sig - vinsamlegast leytið tilboða á groups@specialtours fyrir hópa!

BÓKA HÉR